Þess ber að geta að umsóknarfrestur til þátttöku á Handverkshátíð 2009 og Krambúð hennar rennur út í
kvöld.
Hitt er að skiladagur muna í samkeppnina Þráður fortíðar til framtíðar rennur út 30.júní næstkomandi. Þess
má geta að nú þegar eru pakkar farnir að berast og spennandi að sjá hvað kemur á endanum uppúr þeim öllum. Fyrirspurnir hafa
borist að undanförnu svo greinilegt er að margir eru að huga að innsendingum og sitja stíft við hönnun, þæfingu, prjón og ýmsar
útfærslur á fatnaði og munum úr íslensku ullinni. Nánari upplýsingar um samkeppnina má finna
hér.