Óhætt er að fullyrða að hinir prúðbúnu póstkassar Eyjafjarðarsveitar hafi hlotið verðuga athygli um
land allt. S.l. föstudag hófst Póstkassaleikurinn 2012 á Facebook en þar hafa fjölmargir notendur
samskipta-síðunnar skoðað albúm með myndum af póstkössunum, greitt atkvæði og deilt albúminu áfram um samskiptavefinn og mun
sú atkvæðagreiðsla standa til 7. ágúst n.k.
Stjórn stjórn Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagil þakkar þær
góðu undirtektir sem verkefnið hefur hlotið og minnir jafnframt á að áfram má velja best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar á
atkvæðaseðlum sem liggja frammi hjá eftirfarandi ferðaþjónustuaðilum í sveitinni en upplýsingar um staðsetningu þeirra má
fá á tenglum af heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.eyjafjardarsveit.is undir flipanum ferðaþjónusta.
• Gallerýið í sveitinni
• Holtsel ísbar og verslun
• Jólagarðurinn
• Kaffi Kú
• Lambinn /Ferðaþjónustan Öngulsstöðum
• Silva hráfæði og grænmetisstaður
• Smámunasafnið
• Sundlaug Eyjafjarðarsveitar.
Atkvæðaseðlarnir munu liggja frammi til 10. ágúst n.k.