Á kvöldvöku þar sem Hundur í óskilum skemmti gestum voru veitt verðlaun fyrir Handverksmann ársins og Sölubás ársins 2011.
Guðrún Bjarnadóttir var valin Handverksmaður ársins og Hólmfríður Arngrímsdóttir fékk verðlaun fyrir sölubás ársins. Dómnefnd ákvað að veita Bjarna Helgasyni sérstök Hvatningarverðlaun en Organelle er hönnunar- og silkiþrykks verkefni Bjarna sem hefur það að markmiði að sameina myndlist, hönnun, náttúru og handverk.