Nú er aðeins hálfur mánuður í Handverkshátíð 2015. Sýnendur eru í óða önn við undirbúning sinn og í næstu viku leggjum við aðstandendur lokahönd á sýningarsvæðið sjálft.
Hátíðin er með síður á Facebook og Instagram þar sem nýtt efni er sett inn á hverjum degi. Vertu vinur okkar þar og fylgstu vel með okkur í aðdragandanum og á hátíðinni sjálfri.
Hlökkum til að taka á móti þér dagana 6.-9. ágúst.