Það er eitthvað fyrir alla á Handverkshátíðinni og er okkur mikið gleðiefni að segja frá því að barnaleikritið Gutti og Selma og ævintýrabókin verður sýnt í Laugaborg alla daga Handverkshátíðarinnar.
Draumaleikhúsið kynnir Gutta og Selmu sem eru systkini, átta og tíu ára. Þau lenda óvænt í ævintýri þegar þau fara til ömmu gömlu og finna ævintýrabók. Úr bókinni koma ýmsar kunnuglegar persónur sem þeim finnast í fyrstu mjög spennandi og skemmtilegt að hitta. En þær eru ekki allar jafn vinalegar þessar persónur sem er að finna í bókinni og Gutti og Selma eru föst í ævintýraveröldinni og þurfa nú að finna leiðina heim.
Sýningar
Fimmtudagur, 9.ágúst – kl:13.00 og 15.00
Föstudagur, 10.ágúst – kl:13.00 og 15.00
Laugardagur, 11.ágúst – kl:13.00 og 15.00
Sunnudagur, 12.ágúst – kl:13.00 og 15.00
Lengd sýningar er 40 mínútur. Miðasala er við innganginn. En einnig er hægt að panta miða og fá nánari upplýsingar á guttiogselma@gmail.com
Miðaverð fyrir 16 ára og yngri: 2.000 kr. Frítt fyrir foreldra á Handverkshátíðinni í fylgd með börnum. Sýna þarf armband Handverkshátíðar.
Leikarar:
Anna Kristjana Helgadóttir
Birgitta Björk Bergsdóttir
Erla Ruth Möller
Eyþór Daði Eyþórsson
Harpa Lísa Þorvaldsdóttir
Leikstjórn: Pétur Guðjónsson
Ýmis listræn stjórnun: Jokka G.Birnudóttir
Ljósahönnun: Stefán Jón Pétursson
Búningar: Elísabeth Ása Eggerz
Tækni-og sviðsvinna: Anna Kristjana Helgadóttir