Fögnum aldarafmæli fullveldis Íslands.
Handverkshátíðin Eyjafjarðarsveit er viðburður innan dagskrár 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Verðum við því ennþá meira á þjóðlegu nótunum í ár.
Nú tökum við undir með Heimilisiðnaðarfélaginu og segjum: Út úr skápnum - þjóðbúningana í brúk!
Við fögnum því að nú er hvatt er til aukinnar þjóðbúninganotkunar með alls konar verkefnum í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Við viljum vera með! Komdu í búningnum og láttu taka mynd og upplifðu stemninguna með öllum hinum. Þjóðháttafélagið Handraðinn verður í fararbroddi í þjóðlegum anda á hátíðinni en félagið hefur staðið að námskeiðum í þjóðbúningasaumi í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið. Það verður kynning á verkum og vinnu félagsins en félagið er á skrá hjá Mennta- og Menningarmálaráðuneytinu sem menningarerfðaberi, samkvæmt samningi ríkissins við UNESCO. Handraðinn hefur ávallt skipað stóran sess á Handverkshátíðinni og nú sem áður verður mikið um að vera.
Við hvetjum alla til að taka undir með þessum félögum sem leggja mikla vinnu við varðveislu á menningararfinum okkar - Út úr skápnum - þjóðbúningana í brúk! og að sjálfsögðu fá allir sem mæta í þjóðbúningi frítt inn á hátíðina!
Hér er linkur á viðburðinn: https://www.fullveldi1918.is/is/dagskra-arsins/handverkshatidin-eyjafjardarsveit-2019
Fylgist með á www.handverkshatid.is – á Facebook https://www.facebook.com/Handverkshatid/ og á Instagram undir Handverkshatid.
#handverkshatid #fullveldi1918