Nú er öðrum degi hátíðarinnar lokið og fjöldi gesta hefur aldrei verið meiri. Á milli þess sem gestirnir gengu um sýningarsvæðið og versluðu spennandi varning af handverksfólki og hönnuðum gaf það sér tíma til að setjast niður og njóta eyfiskra veitinga í góða veðrinu. Á útisvæðinu í dag var boðið upp á rúning og hundasýningu þar sem hundar drógu börn á vögnum. Ekki má gleyma ungbændakeppninni þar sem Hákon Bjarki Harðarson frá Svertingsstöðum bar sigur úr bítum í karlaflokki og Anna Sonja Ágústsdóttir frá Kálfagerði í kvennaflokki.