Félag landnámshænsna tekur þátt í hátíðinni og verða með sýningu á 60 fuglum. Þar verður keppt um
fallegasta fuglinn en gestir hátíðarinnar munu kjósa. Úrslit verða kunngjörð á sunnudeginum og titillinn er alltaf mjög
eftirsóttur svo ekki sé meira sagt. Ungar munu skríða úr eggjum á hátíðinni og mun ungviðið örugglega gleðja auga
hátíðargesta.