Félag aldraðra Eyjafirði var stofnað 4.nóvember 1989. Þá eins og nú er
tilgangurinn að stuðla að félagslegum og menningarlegum samskiptum fólks á svæðinu. Starfsemin er fjölþætt, svo sem ýmiskonar
handverk, gönguferðir, leikfimi, ferðalög, leikhúsferðir, þorrablót, jólahlaðborð ofl.
Nú hefur félagið, á 20 ára afmælisárinu, fengið afhent
húsnæði á Hrafnagili, sem mun auka enn á fjölbreytni í starfsemi félagsins.
Í tilefni 20 ára afmælisins verður yfirlitssýning í húsnæði heimavistarhúss við Hrafnagilsskóla.
Opið föstudag til mánudags kl. 12-19.
Allir hjartanlega velkomnir