Handverkshátíð 2017
Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit er nú haldin i 25. skiptið og við fögnum þessum tímamótum á margvíslegan hátt með veglegri Handverkshátið.
Handverkshátíð hefur löngu sannað tilvist sína sem vettvangur þar sem hittist handverksfólk víðs vegar að af landinu, skemmra sem lengra komnir, einstaklingar sem handverkshópar. Sú var einmitt hugmyndin að baki hátíðinni í upphafi – að leiða fólk saman sem deildi þeirri sameiginlegu sýn að efla íslenskt handverk og tryggja að þekking á gömlu íslensku handverki færðist milli kynslóða.
28.07.2017