Fréttayfirlit

Handverk fyrir Handverkshátíð 2012

Handverkshátíð við Hrafnagilsskóla. Prjónað utan um traktor.Undirbúningur Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagilsskóla 2012 er kominn á fullan skrið og gengur vel að sögn Esterar Stefánsdóttur framkvæmdastjóra sýninganna. „Kvenfélagskonurnar okkar eru að leggja lokahönd á að prjóna utan um traktorinn á Kristnesi.“
29.05.2012

Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning 2012

Merki Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagilsskóla 2012Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla hefur löngu fest sig í sessi sem einn stærsti viðburður norðan heiða ár hvert. Undanfarin ár hefur hún verið sótt af sívaxandi fjölda gesta og í ár má búast við að enn verði aðsóknarmet slegin þegar landbúnaðarsýning verður sett upp samhliða hátíðinni.
24.05.2012

Afgreiðslu umsókna lokið

Aðstandendur Handverkshátíðar 2012 vilja þakka öllum þeim sem sýndu hátíðinni áhuga. Afgreiðslu umsókna er lokið og getum við lofað fjölbreyttri sýningu í ár.

01.05.2012