Það má með sanni segja að Handverkshátíð við Hrafnagilsskóla hafi farið vel af stað þessa fyrstu tvo daga.
Aðsóknarmet voru slegin strax fyrsta daginn. Hátíðin verður opin í dag sunnudag og á morgun mánudag klukkan 12-19. Fjöldi
viðburða verða á dagskrá en hæst ber að nefna svokallaðan brunaslöngubolta en sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar mun etja kappi við
nágrannasveitarstjórnir á Eyjafjarðarsvæðinu. Leikar hefjast klukkan 14:30. Rúningur, tískusýningar, söguþorp,
fegurðarsamkeppni landnámshænsna og fleira hafa glatt gesti hátíðarinna og mun gera næstu tvo daga. Á hátíðarsamkomu
í gærkvöldi voru verðlaun veitt fyrir sölubás ársins en Volcano design og Krista design fengu þann titil. Einnig er Handverksmaður
ársins 2010 valinn hvert ár og nú var það Ragnar Arason rennismiður frá Höfn í Hornafirði sem fékk þennan
eftirsóknarverða titil.