Sumaropnun Smámunasafnsins hefst í dag, föstudaginn 15. maí. Opið verður alla daga í sumar frá kl. 11:00-17:00. Í anddyri safnsins stendur yfir sýning á verkum kvenna úr sveitinni, tengd altarisklæðinu úr Miklagarðskirkju.
Sunnudaginn 17. maí höldum við íslenska Safnadaginn hátíðlegan og bjóðum af því tilefni aðgöngumiðann á hálfvirði. Rjúkandi kaffi, kakó og gómsætar sveitarvöfflur með heimalagaðri rabarbarasultu og ekta rjóma til sölu á kaffistofunni.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Starfsfólk Smámunasafnsins.