Vetrarlokun er hafin á Smámunasafninu

  • Hægt er að panta fyrir hópa hjá Minjasafninu; sími: 462-4162 eða senda tölvupóst á minjasafnid@minjasafnid.is

 

Aðgangseyrir

      • Fullorðnir (18+): 2.500 kr.
      • Lífeyrisþegar: 1.700 kr.
      • Hópar 10+: 2.125 kr.
      • Yngri en 18 ára: Frítt

 

 

 

Velkomin á Smámunasafn Sverris Hermannssonar

Handverk

"Menn eru taldir misjafnir, ég er talinn mjög sérvitur. Kúnstugur bara." (Sverrir Hermannsson safnari).

Hann safnaði öllu milli himins og jarðar og er það einkenni Smámunasafns Sverris Hermannssonar. Það er í senn minjasafn, landbúnaðarsafn, verkfærasafn, búsáhaldasafn, naglasafn, járnsmíðasafn, lyklasafn og meira til. Framsetningin er einkar skemmtileg og ljóst að Sverrir hefur haft ákveðinn húmor fyrir sjálfum sér og safnaáráttu sinni.