Sumaropnun 2024 |
Smámunasafnið er opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 13:00 - 17:00 frá 19. júní til 18. ágúst
Hægt er að panta fyrir hópa hjá Minjasafninu; sími: 462-4162 eða senda tölvupóst á minjasafnid@minjasafnid.is
|
Aðgangseyrir |
Fullorðnir (18+): 2.500 kr. Lífeyrisþegar: 1.700 kr. Hópar 10+: 2.125 kr. Yngri en 18 ára: Frítt |
"Menn eru taldir misjafnir, ég er talinn mjög sérvitur. Kúnstugur bara." (Sverrir Hermannsson safnari).
Hann safnaði öllu milli himins og jarðar og er það einkenni Smámunasafns Sverris Hermannssonar. Það er í senn minjasafn, landbúnaðarsafn, verkfærasafn, búsáhaldasafn, naglasafn, járnsmíðasafn, lyklasafn og meira til. Framsetningin er einkar skemmtileg og ljóst að Sverrir hefur haft ákveðinn húmor fyrir sjálfum sér og safnaáráttu sinni.