Viðburðahald - Samantekt eftir opinn fund 12. apríl 2023

Fréttir

"Tekin hefur verið ákvörðun um að Handverkshátíðin verður ekki haldin með sama sniði í ár. Haldinn hefur verið fundur með öllum félögum sem áttu fjárhagslegan ávinning af hátíðinni og ljóst að viðburðurinn var orðinn of stór og tímafrekur fyrir þann takmarkaða hóp sjálfboðaliða sem sinntu lykilhlutverkum. Á fundinum kom þó fram mikill vilji til að halda áfram með einhverskonar viðburð í sveitarfélaginu og nokkrar hugmyndir ræddar en ákveðið að boða til íbúafundar til að fá virkt samtal við íbúa um áframhaldið.

Díana Jóhannsdóttir hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) fékk það hlutverk að halda utan um netkönnun sem var send út og að stýra opnum fundi þar sem unnið dregnar voru fram hugmyndir íbúa um viðburðahald í Eyjafjarðarsveit." 

Hér er pdf skjal með samantektinni.