Sumarstarf í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar 2023

Fréttir

Óskum eftir að ráða karlmann til starfa í vaktavinnu í sundlauginni í sumar.

Helstu verkefni eru m.a.:

  • Öryggisgæsla í sundlaug
  • Þjónusta við gesti sundlaugar og tjaldsvæðis
  • Þrif á húsnæði og útisvæði
  • Afgreiðsla

Hæfniskröfur:

  • Viðkomandi verður að vera orðinn 18 ára
  • Geta staðist hæfnispróf sundstaða skv. reglum um öryggi á sundstöðum
  • Hafa góða athyglisgáfu
  • Eiga auðvelt með að taka ákvarðanir og geta brugðist skjótt við ef slys ber að höndum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Hafa gott vald á íslensku og ensku
  • Þjónustulund
  • Stundvísi
  • Jákvæðni

Viðkomandi þarf að geta tekið þátt í sundprófum og skyndihjálparnámskeiði dagana 22.–24. maí.
Næsti yfirmaður er forstöðumaður íþróttamiðstöðvar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 2023.
Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Tekið er á móti umsóknum á netfangið sundlaug@esveit.is.

Nánari upplýsingar um starfið og fyrirkomulag vakta gefur Karl í síma 691-6633.