Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2023

Fréttir

Dagana 2.–5. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að skrá nemendur í verðandi 1. bekk (börn fædd 2017) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.

Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.-4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga, skráning er ekki bindandi.

Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-14:00 í síma 464-8100.

Skólastjóri.