Kæru sveitungar

Fréttir

Nú eru nemendur í 9. bekk í Hrafnagilsskóla að fara af stað í fjáröflun. Fyrirkomulagið verður því þannig að áhugasamir viðskiptavinir senda tölvupóst á nanna@krummi.is ef þeir vilja kaupa pappír.

Verðin eru:
Klósettpappír, 500 blaða, 30 rúllur kr. 6.500 (þessi gamli góði)
Lúxus klósettpappír, 200 blaða kr. 4.500
Eldhúspappír, hálfskipt blöð, 15 rúllur kr. 4.500

Pantanir þurfa að hafa borist fyrir þriðjudaginn 25. apríl og pappírinn verður keyrður til kaupenda um leið og Papco getur afgreitt hann til nemenda.

Bestu kveðjur og óskir um góðar viðtökur, nemendur í 9. bekk.