Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir karli og konu í afleysingastörf í tímavinnu. Viðkomandi verða á útkallslista íþróttamiðstöðvarinnar og geta verið kölluð inn í forföllum fastra starfsmanna.
Um mjög líflegt og fjölbreytt starf er að ræða en í því felst m.a. öryggisgæsla, afgreiðsla, þrif og baðvarsla og samskipti við þjónustuþega íþróttamiðstöðvarinnar. Viðkomandi þurfa að vera orðnir 18 ára, tala íslensku, hafa hreint sakavottorð og geta staðist hæfnispróf sundstaða og setið skyndihjálparnámskeið komi til ráðningar.
Þeir sem sækjast eftir störfunum fá jafnframt boð um sumarstarf í íþróttamiðstöðinni sumarið 2024.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá með upplýsingum um meðmælendur og kynningarbréf viðkomandi umsækjanda. Tilvalið fyrir skólafólk og heimavinnandi.
Skv. starfsánægjukönnun sumarstarfsmanna 2023 voru 87,5% mjög sammála þeirri fullyrðingu að mæla með vinnustaðnum við aðra og 12,5% frekar sammála.
Tekið er á móti umsóknum á netfangið karlj@esveit.is.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Karl Jónsson í síma 691 6633 eða karlj@esveit.is