Heimsendingar á matvörum úr matvöruverslun

Fréttir

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur ákveðið að útvíkka þjónustu sveitarfélagsins varðandi heimsendingu á matvörum úr matvöruverslun. Verður þjónustan nú í boði út árið 2020 og er ætluð öllum þeim sem náð hafa 67 ára aldri óháð utanaðkomandi áhrifa líkt og Covid. Þeir sem nýtt hafa þjónustuna og eru í áhættuhóp varðandi Covid aðstæðna stendur áfram í boði að nýta þjónustuna meðan áhrifa að völdum Covid gætir.

Verður þjónustan einnig í boði fyrir þá sem hafa þjónustumat varðandi ferðir í matvöruverslanir óháð því hvort þeir hafa náð tilteknum aldri eða ekki.

Sama verklag verður haft á þjónustunni sem verður í boði einu sinni í viku, á þriðjudögum. Er það í höndum þess sem pantar að sjá til þess að pöntunin verði tilbúin til afhendingar kl. 11:00 að morgni þriðjudags og senda pöntunarnúmerið á skrifstofu sveitarfélagsins í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is eða hafa samband í síma 463-0600.