Heimasíða Eyjafjarðarsveitar aðgengileg á fleiri tungumálum

Fréttir
Eyjafjörður landsby
Eyjafjörður landsby

Í dag var virkjað tungumálavélmenni á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar og er síðan nú aðgengileg að auki á ensku, dönsku, þýsku og pólsku. 

Lausnin nýtist við tungumálavélmenni Google en sú leið var farin svo að efni heimasíðunnar mætti finna aðgengilegt í heild sinni á fleiri tungumálum. Eflaust geta glöggir aðilar fundið skemmtilegar þýðingar á síðunni sér og öðrum til skemmtunar líkt og þeim sem þessa frétt skrifar eða þorrablótsnefnd til einföldunar á efnisvali. 

Vélmennið var til að mynda ekki lengi að þýða nafn sveitarfélagsins skemmtilega yfir á önnur tungumál en þó hefur verið óskað eftir bótum á því svo nafnið standi utan þýðingarmáttar Google. 

Þá hefur Google þýðing komið sér skemmtilega að orði varðandi hrossasmölun þar sem hafin er sala á "Horse crushing" miðum fyrir "horse grinding" helgina en vonir standa til að MAST lesi þá frétt þó á íslenskri tungu.