Bleikar slaufur í október

Fréttir

Dekurdagar verða dagana 5.–8. október nk. og verða þá seldar m.a. bleikar slaufur til að setja á ljósastaura/póstkassa til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. 

Íbúum Eyjafjarðarsveitar gefst tækifæri til að leggja málefninu lið og mun Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit setja upp slaufurnar í lok september og taka þær niður í lok október.

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Slaufan kostar 5.000 kr. (að lágmarki). Í fyrra söfnuðust rúmar 800 þúsund kr. í Eyjafjarðarsveit.

Upphæðin sem safnast saman verður afhent Krabbameinsfélaginu og Dekurdögum í lok október. Sendu póst á selmadogg@simnet.is og pantaðu slaufu fyrir 26. september.