Handverkshátíð í Eyjafjarðarsveit frestað til 2021
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 faraldursins hefur stjórn Handverkshátíðarinnar í samvinnu við aðildarfélög ákveðið að fresta hátíðinni fram til ársins 2021. Ákvörðunin var tekin að vel ígrunduðu máli í samráði við helstu samstarfsaðila. Ákvörðunin var erfið en nauðsynleg í ljósi aðstæðna og útgefinna leiðbeininga um samkomur.
Undirbúningur er hafinn að Handverkshátíð 2021.
28.04.2020
Handverkshátíð