Fréttayfirlit

Spunasystur heiðursgestir Handverkshátíðarinnar 2018

Okkur er mikið gleðiefni að segja frá því að Spunasystur munu vera heiðursgestir hátíðarinnar í ár. Þeir sem ekki hafa séð til Spunasystra ættu að sperra eyrun því það er mikið sjónarspil að fylgjast með þeim stöllum. Þær hafa komið með ferskan blæ inn í heim handverksins á undanförnum árum og eins og nafnið á hópnum þeirra gefur að kynna þá kemur spuni við sögu.
26.06.2018