Handverkshátíð 2018 verður haldin dagana 9.-12.ágúst. Ár hvert streyma til okkar þúsundir gesta af öllu landinu. Við leggjum mikinn metnað í framkvæmd hátíðar og alla umgjörð. Íbúar Eyjafjarðarsveitar leggjast á eitt við framkvæmdina og mikil gleði ríkir. Svo gestir fái notið ár eftir ár þá teljum við nauðsynlegt að þróa sviðsmynd hátíðarinnar. Það laðar fleiri að ef eitthvað nýtt er að sjá. Fyrirkomulag sýningarbása verður því með breyttu sniði þetta árið og viljum við vekja sérstaka athygli á því. Ekki verða lengur ferkantaðir sýningarbásar - veggjum fram á gólf verður fækkað til að auka sýnileika og létta á sýningarsvæðinu. Það er okkar trú að upplifun gesta verði jákvæðari og þeir finni sig enn og meira velkomna þegar sýningarsvæði verði opnara. Við minnum á að verðlaun eru veitt fyrir framúrskarandi handverk og hönnun, ásamt fallegasta sýningarbásnum.