Litla yogastofan býður áfram upp á yoganámskeiðið
Liðka-styrkja-slaka á nýju ári. Um er að ræða sex skipti og í tímunum er rólegt flæði við allra hæfi. Innifalið í námskeiðinu eru tveir jóga nidra tímar ef vill.

Miðvikudaginn 7. janúar, kl. 17:00-18:15 - hægt að mæta í jóga nidra í framhaldinu, kl. 18:30-19:15

Fimmtudaginn 15. janúar, kl. 17:00-18:15

Fimmtudaginn 22. janúar, kl. 17:00-18:15

Fimmtudaginn 29. janúar, kl. 17:00-18;15

Miðvikudaginn 4. febrúar, kl. 17:00-18:15 - hægt að mæta í jóga nidra í framhaldinu, kl. 18:30-19:15

Fimmtudaginn 12. febrúar, kl. 17:00-18:15

Hver tími er 75 mínútur svo það mun gefast góður tími fyrir leidda djúpslökun í lok hvers tíma. Námskeiðið verður í Hjartanu í Hrafnagilsskóla.

Tímarnir henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Dýnur og annað sem þarf í iðkunina verða á staðnum.
Námskeiðsgjaldið er 12.000 kr. Einnig hægt að mæta í staka tíma fyrir 2.500 kr. tímann.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið: ingileif@bjarkir.net
-------

Miðvikudagana 7. janúar og 4. febrúar býðst að mæta í
yoga nidra. Það eru opnir tímar en þeir bjóðast endurgjaldslaust þeim sem skrá sig á námskeiðið,
Liðka-styrkja-slaka á nýju ári.

Jóga nidra er leidd hugleiðsla milli svefns og vöku. Í þessu ástandi næst slökun þar sem hugur og líkami ná djúpri og nærandi hvíld.

Við byrjum tímann með léttri liðkun líkamans. Síðan leggjast iðkendur undir teppi með púða sér til stuðnings og eru leidd inn í djúpa slökun.
------
Verið velkomin í jóga í Hjartað í Hrafnagilsskóla
Ingileif