Velferðar- og menningarnefnd

16. fundur 24. mars 2025 kl. 17:00 - 19:40 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Halldór Sigurður Guðmundsson
  • Rósa Margrét Húnadóttir
  • Halldór Örn Árnason
  • Margrét Árnadóttir
  • Óðinn Ásgeirsson
  • Hafþór Magni Sólmundsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Kristinsdóttir formaður
 
Dagskrá:
 
1. Minjasafnið á Akureyri - Rekstrarreikningur Smámunasafnsins 2024 - 2503015
Erindi frestað til næsta fundar.
 
2. Smámunasafnið - Minjasafnið - 2404006
Nefndin ræðir möguleikann á áframhaldandi samning um að Minjasafn Akureyrar haldi utan um rekstur Smámunasafnsins.
Erindi frestað til næsta fundar.
 
3. Gunnar Jónsson - Menning sveitarinnar - 2502050
Gunnar Jónsson mætir til fundar með nefndinni og fer yfir þau verkefni sem hann hefur verið að vinna að og tengjast sögu og menningu sveitarinnar. Er þar um að ræða bækur og önnur gögn sem hann hefur safnað um Eyjafjarðarsveit, félög í sveitinni og um Húsmæðraskólann að Laugalandi.
Nefndin þakkar Gunnari fyrir sérlega áhugaverða yfirferð á þeirri viðamiklu vinnu sem hann hefur lagt í og einkennist af mikilli ástríðu fyrir viðfangsefninu.
 
Nefndin telur mikil verðmæti falin í þeim upplýsingum sem Gunnar hefur safnað að sér í gegnum tíðina. Ákveðið er að Berglind og Rósa fari í heimsókn til Gunnars og líti betur á umfang verkefnanna. Óskað er aðstoðar frá sveitarstjóra við að finna út hvernig hægt sé að tengja eða yfirfæra gagnagrunn Gunnars sem afhentur hefur verið sveitarfélaginu á aðgengilegt form.
 
Nefndin heldur áfram umfjöllun um erindið á næsta fundi sínum.
 
4. Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar úthlutanir 2025 - 2503027
Nefndin tekur til umræðu úthlutun menningarstyrks fyrir vorið 2025.
Nefndin óskar eftir við sveitarstjóra að auglýsa eftir umsækjendum í sjóðinn. Opið verði fyrir umsóknir til klukkan 12:00 mánudaginn 7.apríl. Nefndin fundar þann 10.apríl klukkan 17:15 þar sem farið verður yfir umsóknir.
 
5. FÍÆT - Áskorun á sveitarfélög - 2501013
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
6. Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2025 - 2502002
Nefndin samþykkir að verða við erindinu með 150.000 kr.- styrk vegna húsnæðiskostnaðar á árinu 2025.
 
7. Söfnun í tilefni 100 ára afmælis Rauða krossins við Eyjafjörð - 2502054
Nefndin samþykkir að verða við erindinu og styrkja Rauða krossinn um 100.000 kr.- á 100 ára afmælisárinu.
 
8. Reglur fyrir menningarsjóð Eyjafjarðarsveitar - 2503033
Nefndin tekur til umræðu úthlutunarreglur fyrir menningarsjóð Eyjafjarðarsveitar.
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að 5.grein úthlutunarreglunnar sé útvíkkuð lítillega svo taka megi tillit til staðsetningar viðburða og starfsemi án þess að binda lögheimili viðburðarhaldara sérstaklega við Eyjafjarðarsveit.
 
Leggur nefndin til að 5.gr verði svo hjóðandi:
"Að öllu jafna þurfa umsækjendur að hafa löghemili í Eyjafjarðarsveit eða hafa haft þar lögheimili á síðstliðnum tveimur árum til að geta hlotið greiðslu úr sjóðnum.
Úthlutunarnefnd er heimilt að víkja frá reglu um lögheimilisfesti hafi viðkomandi starfsemi ótvírætt heimili í sveitarfélaginu eða umsókn sé til þess fallin að samfélagið hafi augljósa tengingu eða hag af stuðningi við hana."
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40
Getum við bætt efni síðunnar?