Dagskrá:
1. Jafnréttisáætlun 2023-2026 - 2208030
Fyrir fundinum liggja drög að jafnréttisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024-2027
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrir liggjandi drög að Jafnréttisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024-2027 verði samþykkt.
2. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning - 2401006
Fyrir nefndinni liggja reglur um sérstakan húsnæðisstuðning til endurskoðunar.
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hámarks styrkupphæð sérstaks hússnæðisstuðnings 15-17 ára barna verði hækkaður í 30.000 kr.-.
3. Aðalsteinn Þórsson - Umsókn um styrk til menningarmála 2024 - 2405023
Velferðar- og menningarnefnd samþykkir samhljóða að styrkja viðburðinn um 119.700 kr.-
4. Hljómsveitin Færibandið - Umsókn um styrk - 2409005
Velferðar- og menningarnefnd samþykkir að styrkja viðburðinn um sem nemur húsaleigunni á Laugarborg.
5. Helgi og Hljóðfæraleikararnir - Umsókn um styrk til menningarmála - 2410024
Velferðar- og menningarnefnd samþykkir að styrkja hljómsveitina Helga og hljófæraleikarana um 250.000 kr.- vegna útgáfu á bestu lögum sveitarinnar. Nefndin tekur jafnframt vel í hugmyndir sveitarinnar um viðburð í sveitarfélaginu og óskar eftir því við sveitarstjóra að vera í sambandi við umsækjanda um nánari útfærslu.
6. GDFC - Ósk um styrk fyrir þýðingu á Ljósvetninga sögu yfir á frönsku - 2410033
Velferðar- og menningarnefnd hafnar styrkumsókninni sem fellur ekki að úthlutunarreglum nefndarinnar.
7. Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2025 - 2410032
Velferðar- og menningarnefnd hafnar styrkumsókninni þar sem nefndin styrkir systursamtök Stígamóta, Aflið á Akureyri.
8. Okkar heimur góðgerðarsamtök - Beiðni um styrk fyrir fjölskyldusmiðjur á Akureyri - 2410008
Velferðar- og menningarnefnd frestar erindinu fram á næsta fund í upphafi árs 2025.
9. Hrund Hlöðversdóttir - Umsókn um styrk til menningarmála 2023 - 2310024
Velferðar- og menningarnefnd þakkar Hrund Hlöðverdóttur fyrir samantektina.
10. Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri 2025 - 2411019
Velferðar- og menningarnefnd óskar eftir því við sveitarstjóra að halda nefndinni upplýstri um þróun samtals vegna verkefnisins.
11. Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis - Jólaaðstoð 2024 - 2411022
Nefndin samþykkir að styrkja Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis.
12. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028 - 2409021
Erindi tekið inn með afbrigðum
Fyrir nefndinni liggja tillögur að gjaldskrárbreytingum íþróttamiðstöðvar
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að horft verði til hóflegra breytinga á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis nú í ár líkt og síðasta vegna þeirra miklu verðbólgu sem heimilin hafa verið að glíma við. Leggur nefndin til að eftirfarandi gjaldskrá fyrir Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar taki gildi þann 1.janúar 2025.
Fullorðnir
Eitt skipti - 1.080 kr. (3% hækkun)
10 miðar - 5.780 kr. (3% hækkun)
30 miðar - 14.650 kr. (3% hækkun)
Árskort - 35.100 kr. (3% hækkun)
Sturta - 520 kr. (4% hækkun)
Börn 6-17 ára
Eitt skipti - 360 kr. (3% hækkun)
10 miðar - 3.100 kr. (3% hækkun)
Árskort - 3.100 kr. (3% hækkun)
Eldri borgarar 67
Eitt skipti - 490 kr. (4% hækkun)
10 miðar - 4.350 kr. (4% hækkun)
Árskort - 17.550 kr. (3% hækkun)
Sturta - 520 kr. (4% hækkun)
Námsmenn (gegn framvísun á gildu skólaskírteini)
Árskort - 17.550 kr. (3% hækkun)
Leiga
Sundföt - 980 kr. (3% hækkun)
Handklæði - 980 kr. (3% hækkun)
Leiga á handklæði og sundfötum saman - 1.610 kr. (3% hækkun)
Íþróttasalur
Ein klukkustund 10.500 kr. (3% hækkun)
Tvær klukkustundir 15.700 kr. (3% hækkun)
Hver klukkustund umfram það 5.300 kr. (4% hækkun)
Fastur tími í sal yfir veturinn v/fótbolta og þ.h. 7.800 kr. (3% hækkun)
Ef greitt er fyrir allan veturinn í einu er veittur 10% afsláttur.
Ef greitt er fyrir eina önn í einu er veittur 5% afsláttur.
Hyldýpi - Leiga
Ein klukkustund 2.000 kr. (engin breyting)
Tvær klukkustundir 3.500 kr. (engin breyting)
Hver klukkustund umfram það 500 kr. (engin breyting)
Tjaldsvæði
Gisting per mann 1.700 kr. (3% hækkun)
Rafmagn per sólarhring 1.080 kr. (3% hækkun)
Nefndin gerir ekki frekari athugasemdir við fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun vegna íþróttamála.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40