Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2023 - Velferðar- og menningarnefnd - 2210048
Stefán Árnason kynnir drög að fjárhagsáætlun fyrir Velferðar- og menningarnefnd.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsramma.
2. Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar 2023 - 2211006
Nefndin fór yfir gögn frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar og minnisblað sveitarstjóra þar sem kom fram samanburður á verðum í sundlaugar víða á landinu. Í minnisbaði sveitarstjóra kom fram hvernig ákvarðanir um gjaldskrá hafa verið teknar og tillögur að breytingum á núverandi gjaldskrá.
Tillaga að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2022 lögð fram og samþykkt.
Gjaldskrá verður eftirfarandi
Sund/líkamsrækt fullorðnir 1.000kr.
Sund/líkamsrækt 10 skipti 5.500kr.
Sund/líkamsrækt 30 skipti 14.000kr.
Sund/líkamsrækt árskort 33.000kr.
Sund/líkamsrækt námsmenn árskort 16.500kr.
Sund/líkamsrækt börn 6-17 ára 350kr.
Sund/líkamsrækt börn 6-17 ára 10 skipti 3.000kr
Sund/líkamsrækt börn 6-17 ára árskort 3.000kr.
Sund/líkamsrækt eldri borgarar 450kr.
Sund/líkamsrækt eldri borgarar árskort 16.500kr.
Sund/líkamsrækt leiga á handklæði eða sundfötum 900kr.
Sund/líkamsrækt leiga á handklæði og sundfötum saman 1.500kr.
Sund/líkamsrækt leiga á handklæði og sundfötum saman og aðgangur í sund 2.100kr.
Íþróttasalur leiga 1klst 10.000kr.
Íþróttasalur leiga 2klst 15.000kr.
Íþróttasalur leiga hver klst umfram 2klst 5.000kr.
Íþróttasalur leiga fastur tími í sal 7.500kr.
Hyldýpi leiga 1klst 2.000kr.
Hyldýpi leiga 2klst 3.500kr.
Hyldýpi leiga á klst umfram 2klst 500kr.
Tjaldstæði gisting per einstakling 18 ára og eldri 1.600kr.
Tjaldsvæði rafmagn 1.000kr sólarhringurinn.
3. Rekstur íþróttamiðstöðvar - 2208028
Nefndin fór yfir minnisblað sveitarstjóra og gögn frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar vegna opnunartíma og skipulags á starfsemi. Ítarleg töluleg gögn eru til um starfsemina eftir að nýtt afgreiðslukerfi var innleitt í íþróttamiðstöðinni 2019 og voru þau nýtt til að ákveða breytingar á opnunartíma árið 2020.
Nefndin fer yfir starfslýsingu forstöðumanns íþróttamiðstöðvar sem hefur sagt starfi sínu lausu og stefnir á ný mið.
Velferðar- og menningarnefnd þakkar Ernu Lind, forstöðumanni íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar, fyrir gott starf á undanförnum árum og óskar henni góðs gengis í nýju starfi.
4. Íþrótta- og tómstundastyrkur - 2211008
Velferðar- og menningarnefnd leggur til að íþrótta- og tómstundastyrkur barna verði óbreyttur, kr. 35.000 fyrir árið 2023.
5. Lýðheilsustyrkur - 2211009
Velferðar- og menningarnefnd leggur til að lýðheilsustyrkur verði óbreyttur, kr. 15.000 fyrir árið 2023.
6. Bjartur lífsstíll - 2209015
Erindi frestað til næsta fundar.
7. Gjaldskrá um akstursþjónustu - 2209016
Velferðar- og menningarnefnd telur ekki tilefni til endurskoðunar gjaldskrár um akstursþjónustu en beinir því til sveitarstjórnar að þak verði sett á hámarksgjald umræddrar þjónustu á hverju tímabili. Nefndin bendir á að telji einstaklingar sig verða fyrir íþyngjandi kostnaði vegna umræddrar þjónustu sé unnt að leita til sveitarfélagsins eftir fjárhagsstuðningi.
8. Skýrsla Smámunasafns vegna sumarsins 2021 - 2210011
Farið var yfir skýrslu safnstýru Smámunasafnsins vegna sumarsins 2021.
Fram kom að heildarfjöldi gesta árið 2021 voru 2065, þar af 54 erlendir ferðamenn. Taka þessar tölur mið af þeim sem skrifa í gestabók safnsins.
Covid litaði aðeins sumarið þar sem grímuskildu var komið á í lok Júlí og fáir viðburðir voru haldnir á árinu. Sumarsýning var haldin meðal annars með sýnishornum af hljómplötum. Unghuga hópur Grófarinnar mætti á safnið, lagaði Sám og málaði en Geðlist gaf safninu styttuna Sám árið 2012.
Í skýrslu safnstýru koma fram áhyggjur af tilveru safnsins við sölu á Sólgarði og mikilvægi menningarlegs gildis þess.
Skýrsla safnstýru lögð fram til kynningar. Nefndin þakkar safnstýru fyrir samantektina.
9. Reglur velferðarsviðs um stuðningsþjónustu - 2210026
Reglum velferðarsviðs Akureyrarbæjar um stuðningsþjónustu hefur verið vísað til Eyjafjarðarsveitar til umsagnar. Nefndarmenn fara yfir fyrirliggjandi minnisblað frá skrifstofu sveitarfélagsins. Við yfirferð málsins má draga þá ályktun að umtalsverður munur geti verið á útfærslu sumra þjónustuþátta milli Akureyrarbæjar og Eyjafjarðarsveitar.
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að minnisblaðinu sé komið til skila til Akureyrarbæjar sem umsögn sveitarfélagsins.
10. Reglur velferðarsviðs um stoðþjónustu - 2210027
Reglum velferðarsviðs Akureyrarbæjar um stoðþjónustu hefur verið vísað til Eyjafjarðarsveitar til umsagnar. Nefndarmenn fara yfir fyrirliggjandi minnisblað frá skrifstofu sveitarfélagsins.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að minnisblaðinu verði komið til skila en að umsögn sveitarfélagsins verði eftirfarandi:
Eyjafjarðarsveit telur mikilvægt að þjónusturáð sameiginlegs þjónustusvæðis í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða fái þessi drög að reglum til umfjöllunar.
11. Styrkbeiðni - 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi - 2209040
Fyrir fundinum lá styrkbeiðni frá Norræna félaginu á Íslandi vegna afmælishátíðar sem fram fór í Reykjavík í lok september.
Velferðar- og menningarnefnd samþykkir að hafna styrkumsókninni þar sem hún samræmist ekki reglum um Menningarsjóð sveitarfélagsins.
12. Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2023 - 2211004
Fyrir fundinum lá beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta fyrir starfsárið 2023.
Velferðar- og menningarnefnd samþykkir að hafna styrkumsókninni þar sem nefndin styrkir systursamtök Stígamóta, Aflið á Akureyri.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20