92 . fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn Syðra Laugaland, mánudaginn 28. júní 2010 og hófst hann kl.
20:00.
Fundinn sátu:
Jónas Vigfússon, Brynhildur Bjarnadóttir, Hulda M Jónsdóttir og Brynjar Skúlason.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
Grettir Hjörleifsson, verktaki átaksverkefnis um eyðingu kerfils í Eyjafjarðarsveit, mætti á fund nefndarinnar til að ræða um framgang
verkefnisins. Fengist hefur 2 Mkr. framlag frá ríkinu til átaksins og dugar það vel til að eitra meðfram vegum. þá var gert ráð fyrir
1,5 Mkr. til verkefnisins frá sveitarfélaginu, en þá einkum ef ekki fengist framlag frá ríkinu. Sumir bændur létu eitra hjá sér
í fyrra, en aðrir vilja ekki kosta neinu til. Nágrannasveitarfélögin hafa kostað eitrun að öllu leyti sjálf. árangur eyðingarinnar er
nokkuð góður, en mikilvægt er að fylgja verkefninu vel eftir svo verkið sé ekki unnið fyrir gíg. það er því tillaga nefndarinnar
að í ár verði eitrað í öllu sveitarfélaginu íbúum að kostnaðarlausu. þó gæti verktaki þess að
heildarkostnaður fari ekki yfir 3,5 Mkr. Lítur nefndin svo á að með þessu sé verið að spara til framtíðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:50