Umhverfisnefnd

86. fundur 05. desember 2008 kl. 15:14 - 15:14 Eldri-fundur

86. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, miðvikudaginn 26. nóvember 2008 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Sigurgeir Hreinsson, Valgerður Jónsdóttir,

Fundargerð ritaði:  Valgerður Jónsdóttir , formaður

Dagskrá:

1.    0711031 - Eyðing kerfils
Uppgjör vegna eyðingar á skógarkerfli rætt. Ljóst er að kostnaður hefur farið talsvert fram úr áætlun einkum vegan hækkun verðs á aðföngum. Framhald verkefnisins ræðst af því hvort áframhaldandi framlag fæst frá ríkissjóði.


2.    0810004 - Fjárhagsáætlun 2009 Undirbúningur
Fjárhagsáætlun rædd. Sveitastjórn hefur beint því til nefnda að reynt verði að draga úr kostnaði eins og unnt er, vegna fyrirjsánlegs samdráttar á tekjum sveitarfélagsins. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að við ákvörðun soprhirðugjalds verði felldur niður afsláttur vegna jarðgerðar. Afslátturinn var upphaflega settur á til að hvetja til jarðgerðar en ekki hefur farið fram úttekt á því hverjir stunda jarðgerð. Nefndin leggur til að þeir sem stunda jarðgerð geti sótt um afslátt á sorphirðugjaldi til sveitastjórnar. Framlag til eyðingar á skógarkefli ræðst af framlagi ríkissjóðs en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort framlag fæst á fjárlögum til verkefnisins.


3.    0809021 - Umhverfisverðlaun 2008
Umhverfisverðlaun ársins 2008 hljóta Bjarni Kristjánsson og Elísabet Guðmundsdóttir á Knarrabergi og Eiríkur Helgason og Ingunn Tryggvadóttir á Ytra-Gili.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 12:00
Getum við bætt efni síðunnar?