82. fundur í Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar, 8 apríl 2008.
Mætt: Valgerður Jónsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Sigurgeir Hreinsson og Brynhildur Bjarnadóttir.
1. mál: Skipun í vinnuhóp sbr. tillögu frá sameiginlegum fundi atvinnumála-, skipulags- og umhverfisnefndar 5. mars
2008.
ákveðið að Brynhildur Bjarnadóttir verði fulltrúi umhverfisnefndar í þessum vinnuhópi.
2. mál: Verksamningur við verktaka varðandi eyðingu kerfils
Rætt um samning við verktaka varðandi eyðingu á kerfli. Samþykkt að ganga til samninga við Gretti Hjörleifsson um að taka að sér
umsjón verksins. ákveðið að halda kynningarfund með landeigendum miðvikudaginn 23. apríl.
Fleira ekki gert, fundi slitið