74. fundur umhverfisnefndar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 20. nóv. 2006, kl. 20:00.
Mætt: Valgerður Jónsdóttir, Karl Karlsson, Sigurgeir Hreinsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundur settur og gengið til dagskrár.
1. Veiting umhverfisverðlauna.
Veitt verða tvenn verðlaun í ár. Niðurstaða verður tilkynnt síðar.
2. Efnistökur úr farvegi Eyjafjarðarár og efnislosun í landi Hvamms
Efnistaka er á nokkrum stöðum úr farvegi Eyjafjarðarár og telur nefndin ástæðu til að árétta að við veitingu framkvæmdaleyfa sé leitað umsagnar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar sbr. 2. mgr. 47. gr. laga nr 44/1999 um Náttúruvernd.
Nefndin ræddi einnig losun jarðvegs í landi Hvamms. Að mati nefndarmanna fellur umrædd framkvæmd ekki undir þær skorður sem kveðið er á um í lögum nr. 44/1999 um Náttúruvernd. Nefndin telur því ekki ástæðu til að álykta sérstaklega um málið.
3. ályktanir aðalfundar SUNN 2006
Lagt fram til kynningar
4. Fjárhagsáætlun
Drög að fjárhagsáætlun rædd. Nefndin óskar eftir auknu fjármagni vegna eyðingar kerfills og njóla.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.15