67. fundur umhverfisnefndar var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 10. febrúar 2005, kl. 17:00.
Mættir: Matthildur Bjarnadóttir, Matthildur Hauksdóttir og Sigmundur Guðmundsson. Guðrún Harðardóttir og Hjörtur Haraldsson boðuðu forföll.
Fundargerð skráði Sigmundur Guðmundsson.
Dagskrá.
1. Erindi Veraldarvina, dags. 29. desember 2004
Afgreiðsla.
1. Nefndin telur erindið áhugavert en telur ekki mögulegt að nýta sér starfskrafta samtakanna að svo stöddu. Hugmyndir komu fram á fundinum um að hægt verði á næsta ári að nýta sjálfboðaliða við göngustígagerð í Kristnesskógi, gróðursetningu á Melgerðismelum, gönguleiðir við Botnsreit og fegrun umhverfis Reykár. þá töldu nefndarmenn mikilvægt að starfsemi samtakanna verði kynnt félögum og samtökum innan sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.