66. fundur umhverfisnefndar var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 13. desember 2004, kl. 20:30.
Mættir: Hjörtur Haraldsson, Matthildur Bjarnadóttir, Matthildur Hauksdóttir og Sigmundur Guðmundsson. Guðrún Harðardóttir, boðaði forföll. Einnig sat fundinn Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð skráði Sigmundur Guðmundsson.
Dagskrá.
1. Fjárhagsáætlun
Afgreiðsla.
1. Fjárhagsáætlun
Nefndin hélt áfram umræðu um fjárhagsáætlun.
Lagt er til að útgjöld vegna hreinlætismála verði hin sömu og árið 2004.
Hvað varðar umhverfismál leggur nefndin til við sveitarstjórn:
a) Rekstrarkostnaður umhverfisnefndar verði lækkaður úr kr. 181.000.- í kr. 90.000.-
b) Aðkeypt vinna vegna opinna svæða verði kr. 400.000.- Fyrirsjáanlegt er að kostnaður við merkingu á óshólmasvæði verður nokkur á næsta ári. Telur nefndin kostnað vegna þessa liðs varlega áætlaðan.
c) Nefndin telur nauðsyn að ganga skipulega til verks við illgresiseyðingu og áætla árlega nokkra fjárhæð vegna þess. Er lagt til að sveitarstjórn veiti kr. 400.000.- til þessa málaflokks.
d) Veitt verði kr. 500.000.- til að fjármagna verkefni samkvæmt starfsáætlun nefndarinnar. Komið hefur í ljós að brotajárnsgámar eru mikið nýttir og bjóða þarf upp á frekari aðgang að slíkri þjónustu. þá hefur nefndin tekið til meðferðar, og gert sérstaka ályktun um eyðingu á heyrúllum. Hefur nefndin áhuga á að máli þessu verði fylgt eftir á næstu misserum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:30.