64. fundur umhverfisnefndar var haldinn í Félagsheimilinu Sólgarði mánudaginn 11. október kl. 20:30.
Mættir: Hjörtur Haraldsson, Matthildur Bjarnadóttir, Matthildur Hauksdóttir, Guðrún Harðardóttir og Sigmundur Guðmundsson.
Fundargerð skráði Sigmundur Guðmundsson.
Dagskrá.
1. Veitingar viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi
Afgreiðsla.
1. Samkvæmt ákvörðun nefndarinnar á 63. fundi hennar var eigendum jarðanna Vagla og Grænuhlíðar afhent viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi árið 2004. Fyrir hönd eigenda Vagla veitti Jóhann Tryggvason viðurkenningunni viðtöku en óskar Kristjánsson fyrir hönd eigenda Grænuhlíðar. Að því loknu voru kaffiveitingar er kvenfélagskonur sáu um.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:00.