Umhverfisnefnd

158. fundur 22. nóvember 2021 kl. 15:00 - 16:40 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Brynjar Skúlason
  • Hulda Magnea Jónsdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Kristín Hermannsdóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Brynjar Skúlason ritari

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2022 - Umhverfisnefnd - 2110055
Lögð til vísitöluhækkun á fyrri áætlun fyrir flesta liði. Rotþróargjald verður óbreytt. 10% hækkun á dýraleifar. Gjald á grip þar sem er nautaeldi eingöngu til hálfs á við árskú. Annars stuðst við fyrri hlutföll milli búgreina. Nefndin vekur enn og aftur athygli á að afla þarf betri gagna á landsvísu um afföll í mismunandi búgreinum til að gjaltaka verði sem sanngjörnust. Nefndin leggur til að skoðuð verði gjaldtaka á gámasvæði sem dekkar a.m.k. hluta af þeim rekstrarkostnaði.

2. Samband íslenskra sveitarfélaga - Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis - 2111012
Lagt fram til kynningar

3. Umhverfisverðlaun 2021 - 2109016
Ákveðið að veita Brúnahlíðarhverfinu og Sandhólum umhverfisverðlaun fyrir árið 2021.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40

 

Getum við bætt efni síðunnar?