Umhverfisnefnd

61. fundur 11. desember 2006 kl. 22:15 - 22:15 Eldri-fundur

61. fundur umhverfisnefndar var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 28. apríl 2004.

Mættir:  Hjörtur Haraldsson, Sigmundur Guðmundsson, Matthildur Bjarnadóttir, Matthildur Hauksdóttir og Guðrún Harðardóttir. Fundargerð skráði Guðrún Harðardóttir.  Einnig sat fundinn Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri. 

þá sátu fundinn Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúi og Baldur Benjamínsson, ráðunautur hjá Búgarði.


Dagskrá.

1. Umgengni utan húss
2. önnur mál

 

Afgreiðsla.


1. Rætt var um förgun á heyrúllum. Baldur skýrði frá að breyta þyrfti hugsunarhætti bænda svo þeir heyi ekki meira en þörf er fyrir.  Rætt hefur verið við landeiganda í sveitarfélaginu og er hann tilbúinn til að leyfa urðun í einhverjum af gryfjum sínum.    Alfreð Schiöth benti á að bannað er að urða heyrúllur.  Hins vegar er góður kostur að nota þær í jarðvegsgerð.  Hann skýrði frá, að nýstofnað fyrirtæki, Tæting ehf, gæti líka notað rúllur í sína framleiðslu.  þá er gott að dreifa úr rúllum á eigin landi og láta skepnur liggja á þeim, traðka og tæta.

Hvað varðar umgengni utan húss, brotajárn o.fl.  varð að niðurstöðu að nefndin kannaði svæðið og athugaði hversu mikið vandamálið væri. 

ákveðið var að nefndin fundaði að nýju innan skamms og fjallaði frekar um þessi mál.


2. Rætt var um eyðingu á kerfli.  ákveðið að veita einhverja fjárhæð til eyðingar og hefja þá vinnu sem fyrst.

 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30.

Getum við bætt efni síðunnar?