Dagskrá:
1. Fyrirkomulag sorphirðu vegna útboðs 2020 - 1911007
Sveitarstjóri fór yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar á útboðsgögnum frá síðasta fundi. Nefndarmönnum gafst kostur á að koma athugasemdum sínum á framfæri og nokkrir liðir útboðsgagnanna voru fínpússaðir. Umræður sköpuðust um kröfur sveitarfélagsins til verktaka um kynningu á breyttri þjónustu til íbúa, tíðni þeirra og fyrirkomulagi. Efnislega afgreiðir umhverfisnefnd þetta mál og setur lokafrágang útboðsgagna í hendur sveitarstjóra.
3. Loftlagsmál sveitarfélaga - 2104027
Kynning var haldin á vegum umhverfisnefndar samtaka sveitarfélaga á norðurlandi eystra. Guðmundur Haukur Sigurðarsson formaður nefndarinnar kynnti fyrir okkur þær skyldur sem liggja á herðum sveitarfélaga gagnvart gildandi lögum um loftslagsmál. Sveitarfélögum er sem dæmi skylt að samþykkja sérstaka loftslagsstefnu fyrir viðkomandi sveitarfélag þar sem útlistað er hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta skuldbindingum hins opinbera í loftslagsmálum. Nauðsynlegt er að draga úr losun, þegar hafa verið innleidd markmið upp að 35% samdrætti. Aðgerðir í mótun skila samdrætti um 5-11% til viðbótar. Búið er að skipuleggja vinnustofu fyrir starfsfólk sveitarfélaga á svæðinu til að kynna aðferðir og kenna á verkfæri til að halda utan um losunarbókhald. Aðgerðum í landnýtingu var kastað fram sem tækifæri þessa sveitarfélags til að mæta markimiðum um kolefnishlutleysi Íslands 2040.
Samþykkt
4. Átak í umhverfismálum - Kerfill - 2104026
Umhverfisnefnd fagnar þessu samstarfi við skólabörnin en þetta verður hluti af þeirra fjáröflun. Nefndin ætlar á stúfana með starfsmanni sveitarfélagisins til að kortleggja þau svæði sem legggja þarf áherslu á. Umhverfisnefnd leggur til að haldið verði utan um verkefnið og árangur metinn.
2. Óshólmanefnd - Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár, könnun 2020 - 2104021
Vegleg skýrsla Náttúrufræðistofnunar um fuglalífið í óshólmum Eyjafjarðarár var kynnt og rædd meðal nefndarmanna. Tillögur í niðurlagi skýrslunnar voru ígrundaðar og ræddar . Rætt var um möguleika á frekari afmörkun svæða með tilliti til þéttleika og vistfræðilegs mikilvægis. Nefndin telur einsýnt að áhersla verði lögð á gott samstarf og kynningu fyrir landeigendur og aðra íbúa. Sveitarstjóri ætlar að búa til frétt á vef sveitarfélagsins þar sem skýrslan verður aðgengileg og henni hampað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:25