Umhverfisnefnd

48. fundur 11. desember 2006 kl. 22:05 - 22:05 Eldri-fundur

48. fundur umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn 20. ágúst 2002 á heimili formanns nefndarinnar.

Mættir eru nefndarmennirnir Guðbjörg Grétarsdóttir, Matthildur Bjarnadóttir, Matthildur Hauksdóttir og Sigmundur Guðmundsson. Guðrún Harðardóttir boðaði forföll.

 


1. Rætt var um tillögu sveitarstjóra á síðasta fundi sbr. lið 4. Nefndarmenn voru sammála að rétta væri að sveitarstjórn hefði fremur frumkvæði að því að hefja hreinsunarátakið en það yrði ekki einstakra nefndarmanna að ýta því starfi úr vör.

 

2. Nefndarmenn ræddu mikilvægi þess að vatnsból íbúa væru í fullkomnu lagi. Vill nefndin hvetja sveitarstjórn til að beita sér fyrir því að tekið yrði sýni úr vatnsbólum annarra en þeirra aðila er stunda mjólkurframleiðslu.

 

3. Miklar umræður voru á fundinum um sorphirðumál sveitarfélagsins. Lýstu menn miklum áhyggjum yfir þeim vandamálum sem skapast af förgun heys. Fram kom að bændur freistast oft til að brenna hey og moð í leyfisleysi með miklum óþægindum fyrir nágranna og þá sem leið eiga um. Töldu fundarmenn nauðsynlegt að lausn yrði fundin á þessu t.a.m. með því að

koma upp aðstöðu við ónotaðar malarnámur.

 

4. ákveðið var að hefja yfirreið um sveitina laugardaginn 31. ágúst og heimsækja bæi vegna umhverfisverðlauna. Fundarmenn voru sammála um að tímabært væri að hanna nýtt verðlaunamerki. Rétt væri að nýta komandi vetur til þeirrar vinnu.

 

Annað ekki rætt.

Getum við bætt efni síðunnar?