142. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 14. desember 2017 og hófst hann kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Hákon Bjarki Harðarson, formaður, Hulda Magnea Jónsdóttir, aðalmaður, Ingólfur Jóhannsson, aðalmaður, Sigríður Ásný Ketilsdóttir, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, varamaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigríður Ásný Ketilsdóttir Ritari.
Dagskrá:
2. Umhverfisverðlaun 2017 - 1706022
Villingadalur hlýtur umhverfisverðlaun 2017, fyrir snyrtilegt umhverfi og fallega ásýnd. Bærinn ber þess merki að vel hefur verið hugsað um allt nærumhverfið. Í Villingadal er vélum og tækjum vel upp raðað, girðingar í lagi, vel málað og ekki er sýnilegur kerfill eða njóli. Ábúendur eru Guðrún Jónsdóttir, Árni Sigurlaugsson og Ingibjörg Jónsdóttir.
Brúnahlíð 8 fyrir snyrtilega lóð og fallegan og vel hirtan garð. Eigendur eru Rannveig Guðnadóttir og Snorri Ragnar Kristinsson.
Páll Snorrason Hvammi fær hvatningarverðlaun fyrir lofsvert starf á sviði skógræktar. Hann hefur gróðursett og hugsað af mikilli natni um skógræktarsvæðin í Hvammi og á Kroppi.
1. Áætlun til þriggja ára um refaveiðar fyrir árin 2017-2019 - 1706030
Gefur ekki tilefni til ályktana.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15