Umhverfisnefnd

139. fundur 22. september 2017 kl. 14:36 - 14:36 Eldri-fundur

 

139. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 21. september 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Hákon Bjarki Harðarson, formaður, Hulda Magnea Jónsdóttir, aðalmaður, Sveinn Ásgeirsson, aðalmaður, Sigríður Ásný Ketilsdóttir, aðalmaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Umhverfisátak - 1708001
Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að íbúar verði hvattir sérstaklega þetta haustið til að farga brotajárni og taka upp og fjarlægja ónýtar girðingar. Sveitarfélagið myndi þá skaffa brotajárnsgáma og auglýsa staðsetningu þeirra og tíma.

2. Eyðing kerfils 2016-2018 - 1602021
Sveitarstjóri upplýsir að fundi sem hann ætlaði að eiga ásamt fleirum í umhverfisráðuneyti vegna kerfils í Eyjafirði hafi verið aflýst að sinni vegna stjórnarslita.

Hákon upplýsir að samkvæmt munnlegum upplýsingum frá Bjarna Guðleifssyni náttúrufræðing gefi athuganir hans og Brynhildar Bjarnadóttur vísbendingar um að eina virka úrræðið í baráttunni við kerfil sé að eitra fyrir honum. Þau vinni nú að lokaskýrslu um athuganir sem þau hafi unnið að um nokkurt skeið.

Upplýst er á fundinum að breytingar séu að verða og það eitur sem mest hafi verið notað sé nú á bannlista og óheimilt að flytja það til landsins.

Mikilvægt er að reyna að hefta frekari útbreiðslu kerfils en orðið er og þá einkum að stemma stigu við landnámi hans framar í firðinum. Mikilvægast er að landeigendur haldi vöku sinni hver í sínu landi. Umhverfisnefnd leggur til að stefnt verði að íbúafundi með fræðslu, vakningu og umræðu um málið í vetur.

3. Um eyðingu kerfils - Sigfríður L. Angantýsdóttir - 1707003
Fyrir fundinum liggur erindi Sigfríðar L. Angantýsdóttur með tillögum um hvernig standa megi gegn vexti og viðkomu kerfils. Umhverfisnefnd þakkar Sigfríði fyrir upplýsingarnar og brýningu hennar í málinu.

Nefndin vísar í afgreiðslu sína í næsta dagskrárlið á undan um sama efni, mál nr. 1602021.

4. Kolefnisjöfnun Eyjafjarðarsveitar, stefna og markmið. - 1702004
Vegna anna hefur verkefnið ekki unnist áfram að því marki sem nauðsynlegt er.

Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að kannaðir verði möguleikar á að fá að verkefninu sérfróðan aðila til að leiða það áfram.

5. Umhverfisverðlaun 2017 - 1706022
Nefndarmenn fóru yfir tilnefningar sem borist höfðu ásamt því að ráða ráðum sínum eftir eigin athuganir í sveitarfélaginu.

Ákveðið að halda umræðunni áfram á næsta fundi nefndarinnar.

6. Náttúrufræðistofnun Íslands - Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi og Vistgerðir á Íslandi - 1708021
Lagt fram til kynningar, gefur ekki tilefni til ályktana.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

Getum við bætt efni síðunnar?