Umhverfisnefnd

137. fundur 29. júní 2017 kl. 10:14 - 10:14 Eldri-fundur

 

137. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 28. júní 2017 og hófst hann kl. 15:30.

Fundinn sátu:
Hulda Magnea Jónsdóttir, aðalmaður, Ingólfur Jóhannsson, aðalmaður, Sigríður Ásný Ketilsdóttir, aðalmaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigríður Ásný Ketilsdóttir nefndarmaður.

Dagskrá:

1. Eyðing kerfils 2016-2018 - 1602021
Farið var yfir erindið frá Val Ásmundssyni þar sem hann lýsir áhyggjum af viðkomu kerfils í sveitafélaginu.
Nefndin leggur til að mótuð verði stefna til framtíðar um aðgerðaráætlun til þess að sporna við útbreyðslu kerfilsins.
Vert er einnig að hvetja íbúa til þess að halda vöku sinni og taka frumkvæði á sínu svæði í því verkefni.

2. Umhverfisverðlaun 2017 - 1706022
Nefndin hefur ákveðið að hefja vinnu við afhendingu umhverfisverðlauna 2017 með því að setja sér leiðarljós og óska eftir tilnefningum um lögbýli og stök hús sem veita mætti verðlaun og einstaklinga sem hafa unnið lofsvert starf á sviði umhverfismála í sveitafélaginu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50

Getum við bætt efni síðunnar?