133. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 2. mars 2016 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Hákon Bjarki Harðarson formaður, Hulda M Jónsdóttir aðalmaður, Sveinn Ásgeirsson aðalmaður, Sigríður Ásný Ketilsdóttir aðalmaður, Randver Karlsson varamaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigríður Ásný Ketilsdóttir .
Hulda kom og var i byrjun fundar en þurfti síðan að fara, Randver Karlsson varamaður sat fundinn í hennar stað.
Dagskrá:
1. 1601013 - Minningarreiturinn við Laugalandsskóla - Umhirða og viðhald
Frestað til næsta fundar
2. 1602021 - Eyðing kerfils 2016-2018
Ennþá er til eitur hjá Eyjafjarðarsveit og þeir sem vilja geta keypt á kostnaðarverði. Sveitastjóra er falið að kynna fyrirkomulag kerfilseyðingar fyrir íbúum sveitarinnar þegar nær dregur vori. Fulltrúi O-lista er á móti eitrun vegna umhverfisáhrifa og vill að skoðuð verði áhrif eitrunar á dýralífi, grunnjarðveg og grunnvatn við óshólma Eyjafjarðarár.
3. 1602022 - Umhverfisstefna Eyjafjarðarsveitar 2016
Drög voru lögð fram til kynningar og ákveðið var að halda áfram með vinnu í stefnumörkunum.
4. 1601028 - Auglýsingar utan þéttbýlis
Málið lagt fram til kynningar.
5. 1511035 - Umhverfisvottun Earth Check
Lagt fram til kynningar. Sveitastjórn er kvött til að kynna sér málið ýtarlega.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.00