Umhverfisnefnd

129. fundur 02. desember 2014 kl. 08:33 - 08:33 Eldri-fundur

129. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 1. desember 2014 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Hákon Bjarki Harðarson formaður, Hulda M Jónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannsson aðalmaður, Sigríður Ásný Ketilsdóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán Árnason.
Fundargerð ritaði: Sigríður Ásný Ketilsdóttir.

Dagskrá:

1. 1411011 - Fjárhagsáætlun 2015 - umhverfisnefnd
Umhverfisnefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 samkvæmt fyrirliggjandi rammafjárveitingu.
Nefndin mælir með því við sveitarstjórn að tekin verði upp hófleg gjaldtaka á gámasvæðinu við Bakkatröð.
Nefndin leggur til 7% hækkun á sorphirðugjaldi frá núgildandi verðskrá.

2. 1405004 - Fjölnota innkaupapokar
Nefndin ákvað að taka tilboði í fjölnota innkaupapoka frá Margt Smátt, W408 Jumbo Jute Shopper. Ætlunin er að gefa hverju heimili einn slíkann poka. Tilgangur þessa framtaks er að hvetja íbúa til að draga úr notkun plastpoka.

3. 1409032 - Ábendingar frá íbúum
Nefndin þakkar fyrir innsend erindi og tekur undir að vel sé haldið utanum þennan málaflokk. Íbúar eru hvattir til þess að láta vita ef sést til refa- eða minkaferða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

Getum við bætt efni síðunnar?