Umhverfisnefnd

126. fundur 26. nóvember 2013 kl. 14:04 - 14:04 Eldri-fundur

126. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 25. nóvember 2013 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir formaður, Hulda M Jónsdóttir aðalmaður, Brynjar Skúlason aðalmaður, Björk Sigurðardóttir aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir varamaður, Jónas Vigfússon sveitarstjóri og Stefán árnason embættismaður.
Fundargerð ritaði:  Björk Sigurðardóttir, ritari.

 

Dagskrá:

1.  1311025 - Fjárhagsáætlun umhverfisnefndar 2014
 Almennt unnið að fjárhagsáætlun ársins 2014. Rætt var um gjaldskrá á sorphirðu og leggur nefndin til að öll gjaldskráin hækki í samræmi við verðlagsbreytingar en auk þess hækki gjaldskrá vegna urðunar á dýraleifum um 10,3%. Endurgreiðsluhlutfall vegna urðunar dýraleifa verður þá um 40% samanborið við endurgreiðsluhlutfall annarrar sorphirðu sem er 68%. Sveitastjóra falið að óska eftir tölum frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vegna affalla mismunandi búfjártegunda.
Gert er ráð fyrir óbreyttu framlagi vegna kerfilseyðingar. Stefnt er að því að bjóða út rótþróartæmingu og leita hagstæðari samninga. Aðrir liðir að mestu óbreyttir.
   
2.  1310007 - Umhverfisverðlaun 2013
 Tekin var ákvörðun um veitingu umhverfisverðlauna.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:50

Getum við bætt efni síðunnar?