122. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 11. desember 2012 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Hulda M Jónsdóttir, Brynjar Skúlason, Valur ásmundsson, Björk Sigurðardóttir og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Björk Sigurðardóttir, ritari.
Dagskrá:
1. 1111036 - Gjaldskrá fyrir sorphirðu
Almennt rætt um gjaldskrá á sorphirðu. Núverandi gjaldskrá var reiknuð út frá áætlunum í fyrra en tillaga að
endurskoðaðri gjaldskrá byggir á raunkostnað síðasta árs. Nefndin leggur til að gjaldskráin hækki í samræmi við
verðlagsbreytingar. Auk þess vill nefndin leggja áherslu á að gjaldskáin endurspegli umhverfisvæna stefnu á þann hátt að
endurvinnuslutunna og lífræn söfnun hækki hlutfallslega minna en kostnaður við söfnun á almennu sorpi.
Borist hefur beiðni frá sveitastjórn Svalbarðsstrandarhrepps um samstarf á söfnum á dýraleifum þannig að bætt yrði við
öðrum gámi norðarlega í sveitafélaginu. Með þessu móti gæfist íbúum Svalbarðsstandahrepps kostur á að nota
gáminn. Umhverfisnefnd tekur vel í málið að því gefnu að Svalbarðstrandahreppur standi undir auknum kostnaði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10