118. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 14. mars
2012 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir formaður, Hulda M Jónsdóttir aðalmaður, Brynjar Skúlason aðalmaður, Valur ásmundsson aðalmaður og Björk
Sigurðardóttir aðalmaður.
Fundargerð ritaði: Björk Sigurðardóttir,
Dagskrá:
1. 0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
Sameignilegur fundur umhverfisnefndar og landbúnaðar- og atvinnumálanefndar. Brynhildur formaður umhverfsnefndar fór yfir það hvað hefði verið
gert í eyðingu kerfils frá árinu 2007. Miklar umræður voru um það hvaða stefnu eigi að taka varðandi þennan málaflokk.
Nefndarmenn töldu mikilvægt að skoða með hvaða hætti væri hægt að halda kostnaði í lágmarki þar sem minna fjármagn er
nú í þessum málaflokki en áður. Umhverfisráðuneytið veitti 750.000 kr. til verksins og á fjárhagsáætlun
umhverfisnefndar er gert ráð fyrir 2.000.000 kr. fyrir árið 2012.
Nefndirnar leggja til að gerð verði 10 ára aðgerðaráætlun um framkvæmd verksins og verkið í heild. í henni þarf m.a. að koma
fram svæðisskipting, nákvæm skráning, staðbundið eftirlit, miðstýring verksins, aukið samstarf við ábúendur o.fl. Eins
þarf að fylgja henni gróf kostnarðaráætlun. Formenn nefndanna gera drög að áætluninni og leggja síðan fyrir nefndarmenn. Stefnt er
að sameiginlegum fundi fljótlega eftir páska þar sem drögin verða lögð fyrir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00