Umhverfisnefnd

117. fundur 04. júní 2012 kl. 13:38 - 13:38 Eldri-fundur

117 . fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 21. febrúar 2012 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Hulda M Jónsdóttir, Brynjar Skúlason, Valur ásmundsson, Björk Sigurðardóttir og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Björk Sigurðardóttir, fundarritari.

 

Dagskrá:

1.  0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
 Enn hefur ekki borist svar frá Umhverfisráðuneytinu um 2.000.000 kr. styrk sem nefndin sóttu um í desember sl. Ekki verða teknar neinar frekari ákvarðanir varðandi þetta mál fyrr en ljóst verður hvað kemur út úr styrkumsókninni. Stefnt er að því að funda með landbúnaðar - og atvinnmálnefnd þegar ljóst er hvaða fjárhæð fæst í þennan málaflokk. Rætt var um að formaður hafi samband við Vegagerðina varðandi samstarf á eyðingu kerfils í vegköntum.
   

2.  1007009 - Heildar stefnumörkun um sorphirðu og flokkun í sveitarfélaginu
 Nefndarmenn skoðuðu svar sem barst frá Eiði Guðmundssyni framkvæmdarstjóra Moltu varðandi fyrirspurn frá formanni um kostnað og möguleika á bræðslu dýrahræja hjá fyrirtækinu. Kostnaður fyrirtækisins á kaupum á brennsluofni yrði mjög hár og svaraði líklega ekki kostnaði. Nefnarmönnum finnst brýnt að skoða alla möguleika á urðunarstað fyrir dýrahræ hér í sveitarfélaginu og vill vísa málinu til sveitastjórnar til mótunar og undirbúnings. Mikilvægt er að hraða meðferð málsins þar sem mikil óvissa ríkir um framtíð sorpbrennslunar á Húsavík. Nefndin leggur til að sveitastjórn auglýsi sem fyrst eftir hugsanlegum urðunarstað í sveitafélaginu.
 
Umhverfisnefnd telur ótækt að ekki skuli enn vera búið að leyfa notkun moltu frá Moltugerðinni á þverá. Mikilvægt er að sveitastjórn beiti sér tafarlaust fyrir því að nota megi ósýkta moltu frá jarðgerðarstöðinni sem áburð á ræktað land.
   

3.  1009016 - Setning reglna um umferð hesta- og hjólamanna
 Borist hefur erindi frá nokkrum íbúum Kaupvangssveitar þar sem óskað er eftir að nefndin fjalli um umferð vélknúinna ökutækja yfir Bíldsárskarð. Nefndin telur ótækt að hleypa vélhjólum á þessa leið af umhverfisástæðum. Leiðin er viðkvæm á pörtum og erfitt að halda henni við vegna bratta.
   

4.  1201006 - Landgræðsla ríkisins - Vegna verkefnisins
 Borist hefur beiðni frá Landgræðslu ríkisins um styrk vegna verkefnisins "Bændur græða landið". Beiðnin hljóðar upp á 35.000 kr. og tekur nefndin jákvætt í málið og samþykkir styrkveitinguna.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18:50

Getum við bætt efni síðunnar?