112 . fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 19. október 2011 og hófst hann
kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Hulda M Jónsdóttir, Brynjar Skúlason, Björk Sigurðardóttir, Jónas Vigfússon og Valur ásmundsson.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1108014 - Umhverfisverðlaun 2011
ákveðið að veita tvenn umhverfisverðlaun í ár. Tilkynnt síðar.
2. 0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
Rætt var um eyðingu kerfils og bjarnarklóar, en sótt verður um
áframhaldandi styrk til umhverfisráðuneytisins.
3. 1007009 - Heildar stefnumörkun um sorphirðu og flokkun í sveitarfélaginu
Farið var yfir drög að verksamningi um
förgun dýrahræja við Vegun ehf. og sveitarstjóra falið að ganga frá samningi.
Rætt um fyrirkomulag sorphirðu og stefnt að íbúafundi í janúar á næsta ári.
4. 1110014 - Sjálfbærni í sveitarfélögum
Brynhildur sagði frá málþingi um sjálfbærni
í sveitarfélögum.
ákveðið að fara í nánari greiningu á stöðu þeirra mála í sveitarfélaginu.
5. 1102024 - Heildarúttekt og skráning á náttúrufari
Fjallað var um verkefnið og kostnað við það.
6. 1110011 - ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga árið 2011
Boðað er til
ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda. ákveðið að senda ekki fulltrúa í ár.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00